Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

fyrir sjö!

Mér finnst mjög gott að sofa. Hins vegar hef ég Alla þessa viku vaknað klukkan 6:30. Á slaginu. Fyrir marga er þetta hinn eðlilegasti hlutur, en fyrir mig er þetta nýmæli.

Ég hef ákveðið að gera þetta héreftir. meira um það síðar.


Helgin ágæt... eða svona...

Það fór lítill hluti helgarinnar í að mála. Því miður! Las nú samt töluvert.

Minn Uppáhaldsdagur vikunnar er Sunnudagur Grin. Veit ekki almennilega vegna hvers. Veit hins vegar að það er svo margt við sunnudaga sem er og hefur alltaf verið gott. Til að mynda er alltaf eitthvað sniðugt á dagskrá fjölmiðla. Einu sinni voru sýndar allar James Bond myndirnar á sunnudögum. Það var líka Bingó á Skjá einumWink. Núna er t.d. Tvíhöfði á rás 2, uppruni tegundanna, Slægur gaur fer með gígju (um æviferil Bob Dylans). Svo er einnig stór þáttur sem hefur verið mér ómissandi. Krossgáta fréttablaðsins. Tær Snilld.

Þegar ég er að skrifa þetta finnst mér eins og ég sé 47 ára en ekki 27 áraBlush. Hvað um það... hehehe Happy


Lífið er gott...

Lífið er ótrúlega gott. Þrátt fyrir veikindin undanfarið, hefur mér, síðustu daga liðið ótrúlega! Ég hef hugleitt daglega og fundið fyrir nýjum víddum í hugleiðslunni. Ætla samt ekki að fara nánar í það hérna.

Ég er að lesa þrjár bækur núna. Kyrrðin talar og The power of now e. Eckhart Tolle. Dásamlegar það sem ég hef lesið af þeim. Dásamlegar bækur og get ég hiklaust mælt með þeim. Þriðja bókin er "Bylting Bítlanna" e. Ingólf Margeirsson. Þetta er gaurinn sem var með alla þættina um Bítlana á sínum tíma. Maður er fróðleiksuppspretta um allt sem viðkemur The Beatles! Þegar maður er eins mikill Bítla-aðdáandi eins og ég fær maður hroll þegar maður les þessa bók. Eins og maður sé staddur við hlið þessara mikilfenglegu fjórmenninga sem umbyltu heiminum.

Það er fríhelgi framundan hjá mér. Og ég ætla að mála, lesa, mála, mála og ... mála........


Allur að koma til...

Já, ég er allur að koma til. Veikindin er byrjuð að hörfa. Það finnst mér afskaplega hressandi og jákvætt!

Beztu foreldrar í heimi eiga 27 ára brúðkaupsafmæli í dag! Foreldrar mínir :D til hamingju ma and pa ;)

Ég er að fara að vinna, þ.e.a.s. ef ég rata þangað. Það er svo langt síðan ég fór þangað... Ég hlakka rosalega til Smile stuð stuð stuð!


Á ég að berja'ðig?

úff. þegar ég las þessa frétt fór ég aftur í tímann. Þetta er eins og pólítíkin var stundum í grunnskóla. Menn hótandi barsmíðum? jáhérna hér... get ekki annað sagt


mbl.is Harðlínu hindúar hóta pörum barsmíðum á Valentínusardaginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

óheillandi

ekki nóg með það að síðasta færsla færsla var 2. febrúar, heldur er ég búinn að ná mér í eitt stykki flensu. Dásamlegt!

ég átti frídag í dag. skemmst frá því að segja að honum var eytt í rúminu. reyndar horfði ég á hluta málþings Sjónarhóls(sem ég ætlaði reyndar að fara á!) á netinu. restin af deginum fór í að horfa á einhverja þætti og hóstaköst inn á milli. Aftur, dásamlegt!

Á morgun mun ég liggja undir sæng, vera í tölvunni. Veikur. Hóstandi. Plís endilega spjallið við veikan mann. Það hressir!

Góðar stundir


OMG!!!

Agnes Bragadóttir ræðir við Togaraboltann Adda Kitta Gau (eða eitthvað svoleiðis)... Viðtalið mun birtast í næsta sunnudagsblaði Moggans. Ekkert athugavert við það, og tónar það vel við umræðu síðustu vikna.

En drottinn minn... Hvernig getur maðurinn unnið með svona mikið drasl á skrifborðinu sínu???

Kannski ekki nema von að Frjálslyndir eru í þeirri stöðu sem þeir eru í dag? maður spyr sig...

 


mbl.is Guðjón Arnar ræðir átökin í Frjálslynda flokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband