Færsluflokkur: Bloggar

Paris Je t'aime

Já París ég elska þig..... og líka myndina um þig sem ég fór að sjá í kvöld.

Gjörsamlega yfirgengilega frábær mynd. Hún er samsett af 16 stuttmyndum (minnir mig) ..... sem allar eru góðar. Þó eru sumar betri en aðrar. En vá þær eru svo ólíkar samt. Eiginlega ekki hægt að bera þær saman....

Og ekki skemmdi að skemmtilegan sessunaut Wink  ...damdaramm Tounge

Hamingjusöm manneskja er ekki manneskja í tilteknum kringumstæðum heldur manneskja með tiltekin viðhorf til lífsins.


Glæsilegt!!!

ég held reyndar að það sé svolítill tími frá því að þau fluttu þangað inn og þetta hafi verið svona formleg opnun Smile En ég hef séð myndir af staðnum og vá! ótrúlega flott allt saman. Þvílíkur munur frá gamla staðnum...... hipphopp massive! Wink

Til hamingju Sigga og starfsfólk Lyngsels.....eh.....meina Heiðarholts Tounge

 


mbl.is Ný skammtímavistun fyrir fötluð börn og ungmenni á Suðurnesjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja....

Ég skemmtileg helgi að baki. Og skemmtileg vika framundan Smile 

Á laugardaginn fór ég á deit. Svaka gaman og spennó allt saman Tounge Við fórum á leikritið "Leg" eftir Hugleik Dagsson. Vá Vá Vá! geggjað stykki og mæli ég óhikað með því. Áður en það byrjaði var ég að spjalla við stelpuna sem ég var á deitinu með. Ég sagði að ég var eiginlega jafn spenntur að sjá leikritið sjálft og að sjá hvort það yrði einhver sem ekki myndi klappa að leikritinu loknu. hehehe... það gerðist nú ekki LoL

Á sunnudaginn fór ég í hadegismat hjá foreldrunum, læri með alles..... klassík Wink kíkti svo í stutta kaffibollaheimsókn til systur minnar. Eftir það fór ég um allan Hafnarfjörð að taka myndir í bráluðu roki.... HAHAHA.... vá hvað ég hef lengi ætlað að gera það og vá hvað það var gaman. Alveg geggjað LoL

ÞEgar ég kom heim, var ég hálflúinn eitthvað, tók til þess bragðs að hugleiða. Endurheimti fullt af orku þar.

Fór svo til vinkonu minnar í kyrjun. Klukkutíma! vá hvað þetta var góður dagur.

Ekki byrjaði þessi dagur verr. Vaknaði kl. 6:01. hugleiddi í hálftíma...... og hér er ég nú.

Vinna klukkan 15:45. Fyrsti dagurinn á nýja/gamla staðnum. Endalaust gaman!


Nýjar strípur

var að henda inn nýjum strípum á masterbenedict.com

tjékk itt át! Wink


Kvikmyndagerð

sá þessa síðu á einu blogginu. Bara tær snilld. Prufið endilega :D

Mínar myndir. Ljósmyndin og lúsin

 Tærasta snilld Wink


ha? hvað? ha?

hvað er þetta? tróð hann farsíma, upp í kokið á kærustu sinni???

 Ég sem hélt að það væri ekki hægt að koma manni lengur á óvart í þessum skrítna heimi... I'm a fool, greinilega....... farsími???

 Ja hérna hér.......segi ekki meir......


mbl.is Sex ára fangelsi fyrir farsímaofbeldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

hehehe.....

Þetta er auðvitað háalvarlegt mál í alla staði. Fyrirsögnin er engu að síður mjög fyndin. Hljómar eins eitthvað úr smiðju Baggalúts Grin
mbl.is Viðskotaillum úrsmið sleppt úr haldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

fyrir sjö!

Mér finnst mjög gott að sofa. Hins vegar hef ég Alla þessa viku vaknað klukkan 6:30. Á slaginu. Fyrir marga er þetta hinn eðlilegasti hlutur, en fyrir mig er þetta nýmæli.

Ég hef ákveðið að gera þetta héreftir. meira um það síðar.


Helgin ágæt... eða svona...

Það fór lítill hluti helgarinnar í að mála. Því miður! Las nú samt töluvert.

Minn Uppáhaldsdagur vikunnar er Sunnudagur Grin. Veit ekki almennilega vegna hvers. Veit hins vegar að það er svo margt við sunnudaga sem er og hefur alltaf verið gott. Til að mynda er alltaf eitthvað sniðugt á dagskrá fjölmiðla. Einu sinni voru sýndar allar James Bond myndirnar á sunnudögum. Það var líka Bingó á Skjá einumWink. Núna er t.d. Tvíhöfði á rás 2, uppruni tegundanna, Slægur gaur fer með gígju (um æviferil Bob Dylans). Svo er einnig stór þáttur sem hefur verið mér ómissandi. Krossgáta fréttablaðsins. Tær Snilld.

Þegar ég er að skrifa þetta finnst mér eins og ég sé 47 ára en ekki 27 áraBlush. Hvað um það... hehehe Happy


Lífið er gott...

Lífið er ótrúlega gott. Þrátt fyrir veikindin undanfarið, hefur mér, síðustu daga liðið ótrúlega! Ég hef hugleitt daglega og fundið fyrir nýjum víddum í hugleiðslunni. Ætla samt ekki að fara nánar í það hérna.

Ég er að lesa þrjár bækur núna. Kyrrðin talar og The power of now e. Eckhart Tolle. Dásamlegar það sem ég hef lesið af þeim. Dásamlegar bækur og get ég hiklaust mælt með þeim. Þriðja bókin er "Bylting Bítlanna" e. Ingólf Margeirsson. Þetta er gaurinn sem var með alla þættina um Bítlana á sínum tíma. Maður er fróðleiksuppspretta um allt sem viðkemur The Beatles! Þegar maður er eins mikill Bítla-aðdáandi eins og ég fær maður hroll þegar maður les þessa bók. Eins og maður sé staddur við hlið þessara mikilfenglegu fjórmenninga sem umbyltu heiminum.

Það er fríhelgi framundan hjá mér. Og ég ætla að mála, lesa, mála, mála og ... mála........


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband