Lífið er gott...

Lífið er ótrúlega gott. Þrátt fyrir veikindin undanfarið, hefur mér, síðustu daga liðið ótrúlega! Ég hef hugleitt daglega og fundið fyrir nýjum víddum í hugleiðslunni. Ætla samt ekki að fara nánar í það hérna.

Ég er að lesa þrjár bækur núna. Kyrrðin talar og The power of now e. Eckhart Tolle. Dásamlegar það sem ég hef lesið af þeim. Dásamlegar bækur og get ég hiklaust mælt með þeim. Þriðja bókin er "Bylting Bítlanna" e. Ingólf Margeirsson. Þetta er gaurinn sem var með alla þættina um Bítlana á sínum tíma. Maður er fróðleiksuppspretta um allt sem viðkemur The Beatles! Þegar maður er eins mikill Bítla-aðdáandi eins og ég fær maður hroll þegar maður les þessa bók. Eins og maður sé staddur við hlið þessara mikilfenglegu fjórmenninga sem umbyltu heiminum.

Það er fríhelgi framundan hjá mér. Og ég ætla að mála, lesa, mála, mála og ... mála........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

og detta í það með mér er það ekki, mér sýnist það allavegna hihi

Eva Gunnlaugs (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband