Ást, Mormónar og Ruddaskapur

Ég fór í strætó í dag ásamt vinnunni. Það er alltaf gaman að fara í strætó og maður ætti að taka þetta upp með sér, að smella sér í strætóferðir um helgar til þess eins að skoða fólkið.

Einhversstaðar á leiðinni kom inn í strætóinn par. Það óvenjulega falleg og einkennileg dínamíkinn á milli þeirra. Þau sögðu ekki orð við hvort annað, þau horfðu ekki einu sinni á hvort annað. En samt duldist það engum sem á þau leit að brennheit ást var þeirra í milli. Fallegt.

Stuttu seinna gengu inn þrír mormóna trúboðar. Með tvær ferðatöskur. Tveir þeirra gengu aftarlega í strætóinn en einn þeirra staðnumdist við hlið mér og stóð þar. Eftir nokkrar stoppistöðvar fann hann sig knúinn til að spyrja mig hvort ég talaði ensku. Sem ég og játti. Því næst spyr hann hvort ég trúi á Guð. Ég tjáði honum að ég vissi það hreinlega ekki. Þá útskýrði hann fyrir mér að hann væri frá kirkju sem væri frábrugðin öllum öðrum og að þeir hjálpuðu fólki að finna Guð. Ég hummaði og játti þar sem það átti við, en í hreinskilni sýndi ég ekki mikinn áhuga á því sem maðurinn var að segja. Því næst spyr hann mig hvort það væri í lagi að þeir félagar kæmu í heimsókn til mín. Ég neitaði því pent og þá vildi hann endilega gefa mér miða sem á voru einhverjar spurningar. m.a. "hver skapaði blómin?" og "hvers vegna er grasið grænt?" afskaplega áleitnar spurningar sem gaman væri að fá svar við. En ég hugsa að auðveldara væri að googla þessu upp, fórnarkostnaðurinn væri líka sennilega minni.

Svo fórum við í bíó. Á myndina "Night at the Museum". Get alveg mælt með henni. Skemmtileg ævintýradella.

Heimleiðin var ekki minna áhugaverðari. Við lentum á bílstjóra sem virtist eiga sökótt við flesta farþega. Við biðum góðan tíma eftir honum, og í biðinni komu 3-4 strætóar sem allir stoppuðu og jafnharðan bentum við þeim á að við ætluðum ekki að fá far. Svo kemur nú að S1 og hvað? hann stoppar ekki. en lendir á rauðu ljósi og við stökkvum af stað til að ná honum. Hann tjáir okkur að fara hinum megin við götuna og bíða þar. Sem við og gerum. Að nokkrum mínútum liðnum kemur svo guli glæsivagninn og pikkar okkur upp. Samstarfskona mín innir hann svara hvers vegna hann hafi ekki stoppað. Þá tjáir hann henni að við hefðum ekki gefið merki. Ef sú er raunin að við gefum merki til að strætó stoppi á biðstöð, hvað voru þá allir hinir bílstjórarnir að hugsa? og er það okkar að láta vita að nú eigi hann að stoppa? Ég sem hélt, í einfeldni minni, að það væri gefið, að ef þú ert á biðstöð muni strætóinn stoppa. Svona getur maður nú verið vitlaus, eða hvað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Benedikt Guðnason

athugasemd

Björn Benedikt Guðnason, 30.1.2007 kl. 08:47

2 identicon

ok, taka 500000....

 ég er sammála því að ferð í strætó gefur manni mikið..... mér finnst ég t.d alltaf vera svoooooo heilsteypt þegar ég fer í strætó...

 biðstöðvar hafa engan tilgang ef maður þarf að veifa á strætó! djö hvað við erum vitlaus....

 nú er ég búin að reyna, gaman að sjá hvort þetta kemur áfram, er í vinnunni á explorer vafra.. spurning, blogsíður virðast leggja það í vana sinn að leggja mac í einelti... haha

knús

Eva Gunnlaugs (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband