Allur að koma til...

Já, ég er allur að koma til. Veikindin er byrjuð að hörfa. Það finnst mér afskaplega hressandi og jákvætt!

Beztu foreldrar í heimi eiga 27 ára brúðkaupsafmæli í dag! Foreldrar mínir :D til hamingju ma and pa ;)

Ég er að fara að vinna, þ.e.a.s. ef ég rata þangað. Það er svo langt síðan ég fór þangað... Ég hlakka rosalega til Smile stuð stuð stuð!


Á ég að berja'ðig?

úff. þegar ég las þessa frétt fór ég aftur í tímann. Þetta er eins og pólítíkin var stundum í grunnskóla. Menn hótandi barsmíðum? jáhérna hér... get ekki annað sagt


mbl.is Harðlínu hindúar hóta pörum barsmíðum á Valentínusardaginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

óheillandi

ekki nóg með það að síðasta færsla færsla var 2. febrúar, heldur er ég búinn að ná mér í eitt stykki flensu. Dásamlegt!

ég átti frídag í dag. skemmst frá því að segja að honum var eytt í rúminu. reyndar horfði ég á hluta málþings Sjónarhóls(sem ég ætlaði reyndar að fara á!) á netinu. restin af deginum fór í að horfa á einhverja þætti og hóstaköst inn á milli. Aftur, dásamlegt!

Á morgun mun ég liggja undir sæng, vera í tölvunni. Veikur. Hóstandi. Plís endilega spjallið við veikan mann. Það hressir!

Góðar stundir


OMG!!!

Agnes Bragadóttir ræðir við Togaraboltann Adda Kitta Gau (eða eitthvað svoleiðis)... Viðtalið mun birtast í næsta sunnudagsblaði Moggans. Ekkert athugavert við það, og tónar það vel við umræðu síðustu vikna.

En drottinn minn... Hvernig getur maðurinn unnið með svona mikið drasl á skrifborðinu sínu???

Kannski ekki nema von að Frjálslyndir eru í þeirri stöðu sem þeir eru í dag? maður spyr sig...

 


mbl.is Guðjón Arnar ræðir átökin í Frjálslynda flokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

næturvakt

Það jafnast fátt við það að vera á næturvakt. Að vera næturvörður Police. Í nótt er ég næturvörður. Klukkan er rétt rúmlega korter í miðnætti og ég hef verið hér í tæpa klukkustund. Helstu kostir þess að vera á næturvakt eru:

Maður fær að vaka alla nóttinaGrin
Maður fær að sofa út daginn eftir Sleeping
Ef maður er eitthvað ruglaður W00t(sem ég er nú oftast) hefur maður góða og haldbæra afsökun
Maður fær að sjá hvernig Ísland er á nóttinni. Ódrukkinn.

Helstu gallar:

Maður ÞARF að vaka alla nóttinaErrm
Það er erfitt að sofna eftir næturvakt og manni dreymir yfirleitt undarlegaAlien

Eins og sést þá eru góð rök með og á móti næturvöktum. Persónulega finnst mér þær alveg hreint ágætar. Í litlum skömmtum þó.

 

 


úff, púff.....

Já. Draumurinn er úti. Tap gegn fyrrum herraþjóð okkar er staðreynd. Það hefði að vísu ekki mátt á tæpara standa, en mistökin þarna í lokin voru okkur svo sannarlega dýr.

Ég var gjörsamlega að fara á límingunum yfir leiknum, og er enn að jafna mig. Hvernig ætli strákunum okkar hafi liðið þarna í lokin?

Þetta er ferlegt alveg. En þetta er samt sem áður frábær árangur hjá þeim og ég, fyrir mitt leyti er stoltur af okkar mönnum!


Ást, Mormónar og Ruddaskapur

Ég fór í strætó í dag ásamt vinnunni. Það er alltaf gaman að fara í strætó og maður ætti að taka þetta upp með sér, að smella sér í strætóferðir um helgar til þess eins að skoða fólkið.

Einhversstaðar á leiðinni kom inn í strætóinn par. Það óvenjulega falleg og einkennileg dínamíkinn á milli þeirra. Þau sögðu ekki orð við hvort annað, þau horfðu ekki einu sinni á hvort annað. En samt duldist það engum sem á þau leit að brennheit ást var þeirra í milli. Fallegt.

Stuttu seinna gengu inn þrír mormóna trúboðar. Með tvær ferðatöskur. Tveir þeirra gengu aftarlega í strætóinn en einn þeirra staðnumdist við hlið mér og stóð þar. Eftir nokkrar stoppistöðvar fann hann sig knúinn til að spyrja mig hvort ég talaði ensku. Sem ég og játti. Því næst spyr hann hvort ég trúi á Guð. Ég tjáði honum að ég vissi það hreinlega ekki. Þá útskýrði hann fyrir mér að hann væri frá kirkju sem væri frábrugðin öllum öðrum og að þeir hjálpuðu fólki að finna Guð. Ég hummaði og játti þar sem það átti við, en í hreinskilni sýndi ég ekki mikinn áhuga á því sem maðurinn var að segja. Því næst spyr hann mig hvort það væri í lagi að þeir félagar kæmu í heimsókn til mín. Ég neitaði því pent og þá vildi hann endilega gefa mér miða sem á voru einhverjar spurningar. m.a. "hver skapaði blómin?" og "hvers vegna er grasið grænt?" afskaplega áleitnar spurningar sem gaman væri að fá svar við. En ég hugsa að auðveldara væri að googla þessu upp, fórnarkostnaðurinn væri líka sennilega minni.

Svo fórum við í bíó. Á myndina "Night at the Museum". Get alveg mælt með henni. Skemmtileg ævintýradella.

Heimleiðin var ekki minna áhugaverðari. Við lentum á bílstjóra sem virtist eiga sökótt við flesta farþega. Við biðum góðan tíma eftir honum, og í biðinni komu 3-4 strætóar sem allir stoppuðu og jafnharðan bentum við þeim á að við ætluðum ekki að fá far. Svo kemur nú að S1 og hvað? hann stoppar ekki. en lendir á rauðu ljósi og við stökkvum af stað til að ná honum. Hann tjáir okkur að fara hinum megin við götuna og bíða þar. Sem við og gerum. Að nokkrum mínútum liðnum kemur svo guli glæsivagninn og pikkar okkur upp. Samstarfskona mín innir hann svara hvers vegna hann hafi ekki stoppað. Þá tjáir hann henni að við hefðum ekki gefið merki. Ef sú er raunin að við gefum merki til að strætó stoppi á biðstöð, hvað voru þá allir hinir bílstjórarnir að hugsa? og er það okkar að láta vita að nú eigi hann að stoppa? Ég sem hélt, í einfeldni minni, að það væri gefið, að ef þú ert á biðstöð muni strætóinn stoppa. Svona getur maður nú verið vitlaus, eða hvað?


Snilld!!

JÁ JÁ JÁ!!! þetta er bara alger snilld! þannig að núna erum við komin í 8 liða úrslit, sem er ótrúlega merkilegt. Núna er bara að bíða og sjá hvað við gerum þar!


mbl.is Frábær markvarsla tryggði Íslandi sigur á Slóveníu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

erfitt verkefni...

Já, tæknin er svo sannarlega orðin háþróuð! maður ætlar að finna dulið verk eftir meistara Da Vinci með leyser-tækni. Ekki snerta! Bara leyserinn vinur!


Listfræðingar telja sig vera komna á slóðir týnds meistaraverks eftir listamanninn Leonardo Da Vinci, en því hefur verið haldið fram að umrætt verk sé það besta eftir meistarann.


mbl.is Leita að meistaraverki Da Vincis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

úff...

Þetta er rosalegt. Það virðist engu skipta hvað við gerum eða hverju við eyðum í forvarnir. Alltaf skulu vera einstaklingar fara svona hressilega að ólögum.

Lögreglan á Suðurnesjum handtók tvítugan ökumann sem reyndi að stinga lögreglumenn af. Maðurinn mældist á 199 km hraða á klukkustund þar sem hann ók fólksbifreið vestur Reykjanesbrautina á Strandheiði um kl. 16:30 í dag.


mbl.is Mældist á 199 km hraða á Reykjanesbrautinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband