Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
Helgi
30.3.2007 | 18:12
Jahérna hér...... vikan bara búinn.... hún hefur verið æðisleg .... ég hef tekið massívt mikið af göngutúrum í vinnunni. Toppurinn var samt í gær Tók einn tveggja tíma túr með Huldu upp á einhvern hól sem er þarna fyrir ofan vinnuna mína... veit ekkert hvað hann heitir , en það breytir engu.... þetta var allavega alveg geggjað gaman og þarna fann ég hversu lítið þol ég hef. Við breytum því í sumar! Ég er nefnilega búinn að kaupa mér brill göngubakpoka sem er algert æði. Hipp Hopp massive!
Helgin framundan. Hressandi mjög. Fer á myndavélarölt um miðbæinn á morgun og sennilega eitthvað game um kvöldið. Hvur veit
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég vildi að ég væri svona töff...
29.3.2007 | 20:23
Ég man ekki hvort ég hafi verið búinn að blogga um þetta. Ef ég er búinn að því segi ég bara. Góð vísa er aldrei of oft kveðin
Þessir gaurar eru bara töff. Snilldarlag, snilldar look og snilldar dans hjá öllum aðilum!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Geggjaður dagur
28.3.2007 | 23:28
Dásamlegur dagur í alla staði! Vaknaði á svipuðum tíma og venjulega, hugleiddi og fór svo á stúfana Ég fór niður á Reykjavíkurtjörn, vopnaður myndavélinni minni. Átti þar miklar og góðar samræður við Svanina, frændur mína Svo smellti ég mér upp á Gróttu (eða segir maður upp að...) Allavega fór ég þangað og þessi mynd er þaðan. Úff úff úff..... ég áeiginlega ekki orð til að lýsa fegurðinni og orkunni sem ég fékk þarna... Minnstur tími fór í myndatökur, annars sat ég bara og starði á útsýnið
Geggjaður dagur, frá byrjun til enda... og talandi um enda... svefninn kallar, ræsing 5:00
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Já jÁ YES
23.3.2007 | 14:18
rosalega er gaman að vera til! Lífið er frábært! Lífið leikur við mann!
hehehe.... vildi bara deila þessu með ykkur
Flest fólk er um það bil eins hamingjusamt og það ákveður sjálft að vera. - Abraham Lincoln
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Paris Je t'aime
21.3.2007 | 22:51
Já París ég elska þig..... og líka myndina um þig sem ég fór að sjá í kvöld.
Gjörsamlega yfirgengilega frábær mynd. Hún er samsett af 16 stuttmyndum (minnir mig) ..... sem allar eru góðar. Þó eru sumar betri en aðrar. En vá þær eru svo ólíkar samt. Eiginlega ekki hægt að bera þær saman....
Og ekki skemmdi að skemmtilegan sessunaut ...damdaramm
Hamingjusöm manneskja er ekki manneskja í tilteknum kringumstæðum heldur manneskja með tiltekin viðhorf til lífsins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Glæsilegt!!!
21.3.2007 | 06:21
ég held reyndar að það sé svolítill tími frá því að þau fluttu þangað inn og þetta hafi verið svona formleg opnun En ég hef séð myndir af staðnum og vá! ótrúlega flott allt saman. Þvílíkur munur frá gamla staðnum...... hipphopp massive!
Til hamingju Sigga og starfsfólk Lyngsels.....eh.....meina Heiðarholts
Ný skammtímavistun fyrir fötluð börn og ungmenni á Suðurnesjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Jæja....
19.3.2007 | 07:59
Ég skemmtileg helgi að baki. Og skemmtileg vika framundan
Á laugardaginn fór ég á deit. Svaka gaman og spennó allt saman Við fórum á leikritið "Leg" eftir Hugleik Dagsson. Vá Vá Vá! geggjað stykki og mæli ég óhikað með því. Áður en það byrjaði var ég að spjalla við stelpuna sem ég var á deitinu með. Ég sagði að ég var eiginlega jafn spenntur að sjá leikritið sjálft og að sjá hvort það yrði einhver sem ekki myndi klappa að leikritinu loknu. hehehe... það gerðist nú ekki
Á sunnudaginn fór ég í hadegismat hjá foreldrunum, læri með alles..... klassík kíkti svo í stutta kaffibollaheimsókn til systur minnar. Eftir það fór ég um allan Hafnarfjörð að taka myndir í bráluðu roki.... HAHAHA.... vá hvað ég hef lengi ætlað að gera það og vá hvað það var gaman. Alveg geggjað
ÞEgar ég kom heim, var ég hálflúinn eitthvað, tók til þess bragðs að hugleiða. Endurheimti fullt af orku þar.
Fór svo til vinkonu minnar í kyrjun. Klukkutíma! vá hvað þetta var góður dagur.
Ekki byrjaði þessi dagur verr. Vaknaði kl. 6:01. hugleiddi í hálftíma...... og hér er ég nú.
Vinna klukkan 15:45. Fyrsti dagurinn á nýja/gamla staðnum. Endalaust gaman!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Nýjar strípur
16.3.2007 | 16:52
var að henda inn nýjum strípum á masterbenedict.com
tjékk itt át!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kvikmyndagerð
10.3.2007 | 17:02
sá þessa síðu á einu blogginu. Bara tær snilld. Prufið endilega :D
Mínar myndir. Ljósmyndin og lúsin
Tærasta snilld
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)