Geggjaður dagur
28.3.2007 | 23:28
Dásamlegur dagur í alla staði! Vaknaði á svipuðum tíma og venjulega, hugleiddi og fór svo á stúfana Ég fór niður á Reykjavíkurtjörn, vopnaður myndavélinni minni. Átti þar miklar og góðar samræður við Svanina, frændur mína Svo smellti ég mér upp á Gróttu (eða segir maður upp að...) Allavega fór ég þangað og þessi mynd er þaðan. Úff úff úff..... ég áeiginlega ekki orð til að lýsa fegurðinni og orkunni sem ég fékk þarna... Minnstur tími fór í myndatökur, annars sat ég bara og starði á útsýnið
Geggjaður dagur, frá byrjun til enda... og talandi um enda... svefninn kallar, ræsing 5:00
Athugasemdir
Það er eitt að þér kæri vinur, það er gaman að þér!!
Kjartan Vídó, 29.3.2007 kl. 08:22
Bjössi maður segir "út á Gróttu"
Magnús Helgi Björgvinsson, 29.3.2007 kl. 12:06
Orkan úr Snæfellsjökli nær alveg yfir sjóinn og að Gróttu... þar færðu ástæðuna félagi ;)
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 29.3.2007 kl. 18:20
Já Vídó. Það er sko gaman að mér
Út á Gróttu. Út á Gróttu.... Ok Got it
Og Fannsan mín... það er sama hvaðan gott kemur... Og sennilega teygði Snæfellsjökullinn orku sína þarna yfir til mín Þetta var allavega alveg magnað
Björn Benedikt Guðnason, 29.3.2007 kl. 19:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.